Japanska (日本語, „nihongo“) er tungumál, bæði tal- og ritmál, sem er aðallega notað í Japan. Um 130 milljón manns kunna tungumálið og er það áttunda mest talaða tungumáli heims. Málvísindamenn deila um flokkun japanska tungumálsins, en ein af megin kenningunum er sú að það sé einangrað tungumál sem á sér margar birtingarmyndir og í raun yfirheiti á tungumálaætt sem kallast japönsk tungumál. Önnur megin kenning segir að japanska sé hugsanlega hluti af svokallaðri altísktri tungumálaætt sem nær yfir mikinn hluta Mið-Asíu og inniheldur einnig tyrknesk, mongólsk, kóresk og mansjúrísk mál. Hvorug þessara kenninga hafa enn verið samþykktar opinberlega.
Japan er eina landið þar sem japanska er hið opinbera tungumál (eyjan Angaur hefur þrjú opinber tungumál og er japanska eitt af þeim). Japanska er þó töluð í mörgum öðrum löndum sökum landsflutninga og ber helst á henni í Bandaríkjunum, aðallega í Kaliforníu og Hawaii, Brasilíu og Filippseyjum. Japönsk menning hefur þróast stöðugt í margar aldir og ólíkt mörgum öðrum hefur ekki orðið fyrir barðinu á innrásum þjóðum og menningu þeirra fyrr enn nú á seinni árum. Í gegnum tíðina hefur þó í japönsku safnast upp mikið af tökuorðum úr kínversku, portúgölsku, hollensku, þýsku, frönsku og nýlega ensku.
Deilt er um uppruna japanska málsins, þar sem það er mjög ólíkt flestum öðrum málum. Helstu kenningarnar eru:
Að japanska sé hluti af altíska málhópnum, sem inniheldur m.a. mongólísku og tyrknesku. Þetta er rökstutt með því að japanska hefur sömu framburðareiginleika og finnska, eistneska, kóreska og tyrkneska. Enn fremur hefur það tvo framburðartóna, líkt og serbneska, króatíska og sænska. Auk þess eru mjög mörg dæmi um samsvaranir í orðaforðanum.
Að japanska sé komin af öðrum asískum málum.
Að japanska sé tengd suður-asískum málum.
Að japanska sé nokkurskonar créole.
Að japanska sé einangrað mál sem varð til án tengsla við og áhrifa frá öðrum málum.
Þótt japanska sé nær eingöngu töluð í Japan hefur hún á nokkrum tímabilum í sögunni verið töluð í öðrum löndum eða þegar Japan hertók Kóreu, Taívan og hluta af Kína. Heimamenn í þessum löndum voru neyddir til að læra japönsku og Kóreubúar fengu japönsk nöfn. Út af þessu eru enn margir í þessum löndum sem tala japönsku í stað eða með staðarmálinu. Þar að auki tala innflytjendur frá Japan sem búa að mestu í Bandaríkjunum (aðallega Kaliforníu og Havaí) og Brasilíu oft japönsku. Afkomendur þeirra eru kallaðir „nisei“ (二世) eða „önnur kynslóð“, en sú kynslóð talar hinsvegar yfirleitt ekki góða japönsku. Þar að auki er nokkrar milljónir taldar vera að læra japönsku.
Í japanskri skrift er að mestu notast við þrjú kerfi: kanji, hiragana og katakana. Kanji er kínversk skrift sem var innleid í Japan á 4. öld. Ólíkt kínversku er mikið um beygingar í japönsku og endingar orða breytast eftir tölu og falli. Af þessari ástæðu voru ritunarkerfin hiragana og katakana búin til. Hiragana er aðallega notað til að sýna beygingu orða með samstöfum en katakana er aðallega notað fyrir tökuorð úr öðrum tungumálum. Elstu textar á Japönsku eru frá 712. Í Japönsku eru engin tannvaramælt önghljóð (F & V) en á móti finnst raddað sem óraddað tvívaramælt önghljóð og má rekja þetta til þess að þetta littla gula fólk hefur ekki jafn stórar tennur og við hin.
Japanska stafróf þjálfun http://brng.jp/50renshuu.pdf
Hiragana
Hiragana (平仮名, ひらがな eða ヒラガナ, beinþýtt sem „slétt kana“) er annað tveggja atkvæðatáknrófa í japönsku, en hitt er katakana. Þau, ólíkt kanji, lýsa atkvæðum frekar en hugtökum og eru því líkari hebresku, eþíópísku, ndjuká eða inuktitut heldur en öðrum austurlenskum ritkerfum.
Japönsk orð sem eru ekki til kanji fyrir, t.d. málfræðilegar eindir á borð við kara (から) og endingar orða á borð við ~san (さん).
Japönsk orð þar sem kanji rithátturinn er óþekktur ritaranum, ekki búist við því að lesendur skilji, eða of formlegt fyrir tilefnið.
Beygingar sagnorða og lýsingarorða, t.d. sagnbeygða orðið 食べました (たべました, tabemashita; formleg leið til að segjast hafa borðað). Notuð svona eru hiraganain kölluð okurigana (送り仮名).
Að gefa upp framburð kanji tákna til lesanda sem þekkja þau ef til vill ekki. Notuð á þennan máta eru þau kölluð furigana á japönsku, eða ruby á vesturlöndum.
Hiragana samanstendur af 50 grunntáknum og tveimur aðgreiningarmerkjum (diacritics), ° og ¨, sem gefa 25 tákn til viðbótar. Einnig eru til mörg atkvæði sem lýst eru með tveimur táknum, þ.e. atkvæðatákni sem dregur samhljóða inn í atkvæðið og svo ýmist ya (や), yu (ゆ), eða yo (よ). Þá er hefðin að það tákn sé skrifað smærra en hitt, til þess að fjarlægja allan vafa um réttan framburð, t.d. er kya (きゃ) skrifað „ki“ (き) og „ya“ (や).
Táknin eru kölluð gojūon (五十音, bókstaflega „fimmtíu hljóð“, en af þeim eru eingöngu 45 í almennri notkun í dag), sem geta svo breyst á eftirfarandi vegu:
dakuten (濁点) aðgreiningarmerki (゛) breytir órödduðum samhljóða í raddaðan samhljóða, t.d. k→g, t→d, s→z, og h→b.
handakuten (半濁点) aðgreiningarmerki (゜) breytir h→p.
Að bæta við smækkuðu ya, yu eða yo (ゃ, ゅ eða ょ) breytir framburði „i“ hljóðsins í atkvæðinu í mjúkt millihljóð.
Smækkað tsu (っ) gefur til kynna framburðarstöðvun. Að öllu jöfnu kemur þetta eingöngu á undan samhljóðum sem eru frammældir eða tannmældir. Þetta er gefið upp í romaji með því að tvöfalda samhljóðann. Stundum kemur þetta á eftir síðasta sérhljóða orðs til þess að lýsa undrun.
Það eru til aðrar aðferðir til þess að lýsa hljóðum í hiragana, t.d. með notkun smækkaðra mynda hinna fimm stöku sérhljóða. Þetta er ekki almennt notað í formlegri skrift, en er stundum notað í katakana á tökuorðum til þess að lýsa betur upprunalegum framburði orðsins.
Það eru nokkur hiragana sem eru ekki í stöðluðu nútíma táknrófi. wi (ゐ) og we (ゑ) eru úreld. Vu (ゔ) er nútímalegt og borið fram bwu til þess að áætla „v“ hljóðið í erlendum tungumálum á borð við íslensku eða ensku. Það er mjög sjaldgæft samt vegna þess að tökuorð eru yfirleitt rituð í katakana.
Ef að tölvan þín hefur leturgerð sem styður Japanska stafi getur þú séð eftirfarandi töflu af hiragana ásamt Hepburn rómönskun þeirra. Úrelt kana eru sýnd í rauðum lit.
Katakana
Katakana er annað tveggja atkvæðatáknrófa í japönsku, en hitt er hiragana.
Í nútíma japönsku eru katakana oftast notuð til að skrifa orð úr erlendum tungumálum (kallað gairaigo). Til dæmis er „sjónvarp“ skrifað テレビ (terebi). Á sama hátt er katakana venjulega notað um nöfn landa, útlenskra staða og nafna. Til dæmis er Ísland skrifað sem アイスランド (Aisurando) og Ameríka skrifað アメリカ (Amerika), orðið Amerika hefur einnig eigin Kanji (ateji) Amerika (亜米利加) eða í stuttu máli Beikoku (米国), sem bókstaflega þýðir „hrísgrjónalandið“).
Kanji
Kanji er japanska heitið á kínverskum táknum, en kínverska myndtáknrófið er, í bland við hiragana og katakana, notað til að skrifa japönsku. Orðið kanji er ritað 漢字 með kínverskum táknum, en það er skrifað eins í kínversku, ef notuð eru hefðbundin kínversk tákn, þótt þar sé það borið fram öðruvísi (hànzì).
Til að auðvelda lestur kanji er framburður táknanna stundum ritaður með kana (hiragana eða katakana) ofan við eða til hægri við táknin (eftir því hvort skrifað er frá vinstri til hægri eins og er algengt í nútímanum, eða ofan frá og niður eins og gert var á öldum áður), en þessi hefð kallast furigana.
Á 3. og 4. öld f.Kr. fluttu kínverskir og kóreskir ferðalangar með sér ritmál til Japans sem er þekkt í dag sem kanji, eða Han-tákn. Táknin áttu uppruna sinn á bökkum Gulár (Huáng Hé) í Kína um 2000 f. Kr., og um 3000 tákn frá því tímabili hafa fundist á ýmsum fornmunum. Á þeim tíma sem þessi tákn komu til Japans var japanska eingöngu til sem talað mál. Kínversk tákn voru fengin að láni á um 400 ára tímaskeiði, og japanska málið þróaðist í ritað mál. Í Japan hafa sum táknin fengið einfaldað form, og nokkrum hundruðum tákna hefur verið bætt við rófið, svo að ekki er um að ræða nákvæmlega sama úrval tákna í nútímajapönsku og nútímakínversku.
Japanska ríkið hefur útbúið sérstakan lista yfir jōyō kanji, 1,945 tákn sem öllum er gert að læra og sem ætlast er til að t.d. dagblöð takmarki sig að mestu við. Yfirleitt er notað s.k. furigana til að sýna framburð tákna sem notuð eru í dagblöðum, en eru ekki í jōyō kanji. 983 viðbótartákn er að finna í jinmeiyō kanji, en þau má (auk hinna) nota í mannanöfn og örnefni.
Flokkar tákna í kanji eru sex talsins.
Shōkei moji (象形文字) eru einfaldar myndir af hlutum á borð við tré (木).
Shiji moji (指事文字) eru einföld tákn sem tilgreina óhlutlæg hugtök á borð við „fyrir ofan“ og „fyrir neðan“.
Kaii moji (会意文字) eru myndtákn sem sameina myndir og tákn til þess að lýsa flóknu hugtaki.
Keisei moji (形声文字) eru hljóðræn myndtákn, og um 85% allra kanji falla í þennan flokk. Hér tengjast merkingarfræðileg og hljóðfræðileg merking táknanna í eitt.
Tenchū moji (転注文字) eru tákn sem hafa breyst í framburði eða merkingu með láni táknsins til annarra hljóða eða hugmynda.
Kasha moji (仮借文字) eru hrein hljóðtákn, mynduð sem nokkurskonar kanji-hljóðtáknróf til þess að lýsa breytingum sagnhátta sagnorða fyrir tilkomu hiragana og katakana.
Framburðarhættir fyrir kanji eru tveir: onyomi (音読み) og kunyomi (訓読み). Onyomi er notað fyrir orð af kínverskum uppruna, og er onyomi framburðurinn þá fremur líkur hefðbundinni kínversku, en kunyomi er hins vegar notað fyrir þau orð sem eru af japönskum uppruna. Mjög mörg kanji hafa bæði onyomi og kunyomi framburð, en hefðin hefur verið að börn læri kunyomi framburðinn á undan.
Tákn Kunyomi Onyomi Merking
森 mori (もり) shin (しん) skógur, rjóður
人 hito / hitori / hitoto (ひと/り/と) jin / nin (じん/にん) persóna, einstaklingur
水 mizu (みず) sui (すい) vatn
íslenska
No comments:
Post a Comment